Tags
I usually trim my beard down to a goatee in summer, but now that fall weather is finally (I think) coming to Seattle, it’s time to bring the beard back 🙂 This story from Vísir tells of a guy from Wisconsin who studied in Iceland and collected pictures of Icelandic mens’ beards. What else to do but start a photo blog and share them with the world? 🙂
Blogg með skeggjuðum Íslendingum
Blog with bearded Icelanders
„Ég eyddi miklum tíma á kaffihúsum og börum og tók eftir því hversu margir karlmenn höfðu víkingaútlit,“ segir ljósmyndarinn og neminn Patrick Moriearty, sem heldur úti bloggsíðunni Beards In Iceland.
“I spent a lot of time in cafes and bars and noticed how many men were sporting the Viking look,” says photographer and student Patrick Moriearty, who maintains the blog Beards In Iceland.
The verb að eyða can also mean destroy, but here it means to spend and takes the dative. You also see it a lot when talking about spending money (að eyða peningum).
að eyða – to spend | ||
---|---|---|
present | past | |
ég | eyði | eyddi |
þú | eyðir | eyddir |
það | eyðir | eyddi |
við | eyðum | eyddum |
þið | eyðið | eydduð |
þau | eyða | eyddu |
Á síðunni birtir hann myndir af skeggjuðum, íslenskum karlmönnum. „Ég spurði þá hvort ég mætti taka andlitsmynd af þeim, og þá aðallega af skegginu, og flestir tóku mjög vel í það. Áður en ég vissi var ég kominn með stórt safn af myndum sem mig langaði til að deila með heiminum og þar með kviknaði hugmyndin að blogginu.“
On the site he posts pictures of bearded Icelandic men. “I asked them if I could take a picture of them, mainly the beard, and most were fine with it. Before I knew it I had a large collection of pictures that I wanted to share with the world, and that’s how I got the idea for the blog.”
Moriearty, sem er frá Wisconsin í Bandaríkjunum, kom til Íslands sem skiptinemi árið 2012 og stundaði nám í landafræði við Háskóla Íslands. Þegar hann kom hingað vissi hann lítið um Ísland en varð fljótt hrifinn af landi og þjóð.
Moriearty, who is from Wisconsin in the United States, came to Iceland in 2012 as an exchange student and studied geography at the University of Iceland. When he came here he knew little about Iceland but became quickly enamored with the country and its people.
Aðspurður segir hann íslenska karlmenn frábrugðna karlmönnum frá heimabæ hans. „Karlmenn í Reykjavík eru mun meðvitaðri um tískuna. Þeir hafa einstakan stíl og miðað við þau lönd í Evrópu sem ég hef heimsótt held ég að íslenskir karlmenn eyði mestum tíma af öllum í að hugsa um hár sitt og útlit. Einkennilegast fannst mér hvað Carhartt-úlpur þykja „inn“ í Reykjavík. Í Wisconsin sér maður bara verkamenn, bændur og fólk af lægri stéttum ganga í þessum úlpum,“ segir hann.
When asked he says that Icelandic men are different from those in his hometown. “Men in Reykjavik are much more aware of fashion. They have a particular style, and compared with the other countries in Europe that I’ve visited I think Icelandic men spend the most time of all thinking about their hair and appearance. I found most peculiar how Carhartt sweaters are considered “in” in Reykjavik. In Wisconsin you only see workers, farmers and people from lower classes wearing these,” he says.
The adjective frábrugðinn was new for me, and notable in that it takes the dative case.
Moriearty er nýfluttur heim til Wisconsin þar sem hann stefnir á að ljúka námi í landafræði og halda áfram að taka myndir. „Ég ætla að halda áfram með bloggið og stefni á að koma aftur til Íslands innan skamms. Brennivínið fer alveg að klárast svo ég verð eiginlega að komast fljótt aftur,“ segir hann og hlær.
Moriearty is recently returned home to Wisconsin where he is finishing his studies in geography and continues to take photographs. “I’m going to continue my blog and try to return to Iceland before long. The Brennivin is almost gone so I really need to come back soon,” he says laughing.
skegg n beard eyða v (dat) spend taka eftir (+ dative) notice taka vel í (+ accusative) seem willing/accepting deila v (dat) share hrifinn adj infatuated, enthusiastic að·spurður adj asked frá·brugðinn adj (dat) different með·vitaður adj conscious, aware tíska f fashion, vogue einkenni·legur adj peculiar, odd stétt f class, social class