Tags

Since jólin is ( are? 🙂 ) upon us, I wanted to share another Icelandic folktale from the wonderful Snerpa site – this one is set at this time of year, and features a woman who is quite adept at swinging an axe 🙂

NÍTJÁN ÚTILEGUMENN
NINETEEN OUTLAWS

Á Vestfjörðum var það eins og annars staðar siður, að allt fólk á hverjum bæ fór til helgra tíða á jólanóttina, en venja var þó; að einhver væri heima að gæta búsins. Á einum bæ þar var það orðið að venju, að á jólanóttina, meðan fólkið var við kirkju, var sá, er heima var, drepinn, og bærinn rændur mörgu, bæði mat og öðrum fjármunum. Þetta hafði viðgengist margar jólanætur, hverja eftir aðra, en aldrei ella, og enginn vissi, hvað til kom.

In the West Fjords, as in other places, was a custom that all the people in each town went to mass on Christmas Eve, but the custom was this – that someone would stay home to watch over the cows. In one town it happened that one Christmas night, while the people were at church, someone who had stayed home was killed, and the town robbed and pillaged, both food and goods. This went on for many Christmas nights, one after another, without fail, and no one knew what happened.

Nú fékkst enginn til að vera heima um jólanóttina, og hver þóttist hólpinn, er hjá því slapp. Einu sinni sem oftar líður að jólum, og nú vill enginn vera heima, þangað til bóndadóttir býðst til þess. Bóndi vildi ekki, að dóttir sín væri heima, því hann hugsaði, að eins færi fyrir henni og öðrum, er heima hefðu verið hinar næturnar, og heimilisfólkið vildi ekki sjá af henni; en þó fór svo, að hún varð ein heima.

Now it was impossible to get someone to stay home at night, and whoever thought they were safe, that’s who was robbed. One time Christmas was fast approaching, and nobody wanted to stay home, until a farmer’s daughter offered to do it. The farmer didn’t want his daughter to stay home, as he thought the same thing would happen to her as the others who had stayed home those nights, and her family didn’t want to lose her. But so it happened that she ended up home alone.

Þegar fólkið var farið, bjó bóndadóttir vel um allar dyr, lokaði þeim og læsti, svo nú gat engin skepna inn komist, nema skriðið væri inn um rennu, sem lá út úr eldhúsinu. Við rennu þessa sest bóndadóttir og bíður nú átekta.

When the people had gone, the farmer’s daughter checked all the doors, closed and locked them, so that no creature could get in, unless they crawled in through the drain pipe which led out from the kitchen. It was by this pipe that the girl sat and waited.

Skömmu síðar heyrir hún hark mikið úti, hávaða og mannamál. Það var gengið að dyrunum, en allt var lokað og læst; nú er komið að rennunni, sem bóndadóttir sat við með stóra öxi. Síðan heyrir hún, að einhver kemur skríðandi á maganum inn um rennuna, og þegar hann er kominn með höfuðið svo langt, að það er komið inn í eldhúsið alveg, þá heggur bóndadóttir hausinn af honum með öxinni, en dregur búkinn alveg inn á eldhúsgólf. Síðan heyrir hún, að annar kemur á eftir, og fær hann sömu útreið, og á þessu gengur, þangað til átján eru komnir.

Shortly after she heard a great commotion outside, noise and men talking. They were trying the doors, but all were closed and locked. Then they came to the drain, where the farmer’s daughter sat with a large axe. Then she heard someone crawling in through the pipe on their belly, and when they had come so far that their head was sticking out into the kitchen, she chopped it off with the axe, and dragged the body in along the kitchen floor. The she heard another one coming, and he received the same treatment. This went on until 18 of them had come through.

En í því hinn átjándi rekur höfuðið inn, kallar hann upp: “Við erum sviknir.”
En hann gat ekki snúið aftur, því bæði var rennan þröng og bóndadóttir fljót að höggva höfuðið af.

But when the 18th had stuck his head in, he called out – “We’ve been tricked!”
But he couldn’t turn around, as the pipe was tight and the farmer’s daughter quick to chop off his head.

Nú líður og bíður, þangað til fólkið kemur heim; þá tekur bóndadóttir á móti því heil heilsu og hugró, eins og ekkert hefði í skorist. Fólkið furðaði á þessu, og segir hún þá frá öllu, en bætir því við, að hún sé hrædd um, að einn hafi orðið eftir af útilegumönnum þessum, sem ekki hafi komið, af því að hinn átjándi kallaði.

So time passed until the people returned home, and the daughter seemed completely healthy and at ease, as if nothing had happened. The people were amazed at this, as she told them about everything that had happened, and added that she was afraid that one of the outlaws was left, who hadn’t come in because of the 18th who had called out.

Eftir þetta vita menn ekkert af þessu að segja. Margir komu að biðja bóndadóttur, því hún var kvenkostur góður og vel að sér, en hún neitaði öllum og segir ávallt, að einn muni hafa orðið eftir við rennuna forðum.

After this no one knew what to say about it. Many men came and proposed to the farmers daughter, as she was a good catch and very capable, but she refused them all, saying that there had to be one remaining from that pipe long ago.

Einu sinni kastar útlent skip mjög glæsilegt akkerum í grennd við bæinn, og foringinn á skipinu var mikið stórmenni, voldugur og ríkur. Hann kom oft til bónda, sem þótti það vera heiður fyrir sig; og leið ekki á löngu, áður en hann biður bóndadóttur. Bóndi tók því vel, sem von var, en bóndadóttir vill ekki taka honum.

Once a great foreign ship lay anchor near the village, the captain a very distinguished man, powerful and rich. He went often to see the farmer, who took it as a great honor, and it wasn’t long before he had proposed to the daughter. The farmer was happy that there was hope, but the daughter did not want him.

Eftir fortölum föður síns játar hún honum loksins, og eru þau þá gefin saman og mikil og vegleg veisla haldin hjá bónda, því hann var ríkur og hafði vel hýst.

After some persuasion by her father, she finally agreed, and so they were wed, with a large and splendid celebration help at the farmer’s, as he was rich and could accommodate it.

Síðan eiga hjónin að sofa saman uppi á lofti, þar sem enginn annar maður var, og foringi skipsins lét flytja upp í svefnherbergi sitt stóra kistu járnslegna.

Later the couple was to sleep upstairs together, where no one else was, and the ship captain had a large ironclad chest brought up to the bedroom.

Þegar allur umgangur er úti, segir hann við bóndadóttur, að nú skuli hann launa henni fyrir lagsmenn sína forðum við rennuna, lýkur upp kistunni, tekur þar upp járnteina, fer út með þá og ofan til að hita í eldi, en á meðan býr hann svo um hurðina, að bóndadóttir kemst ekki út.

With all the coming and going outside, he told the farmer’s daughter that now he would pay her back for all of his buddies in the drain so long ago. He opened up the chest, took out an iron rod and went out to heat it in the fire, all the while blocking the door so the daughter couldn’t get out.

Bóndadóttir sér, hvað verða muni, þrífur sæng úr rúminu, brýtur gluggann, sveiflar um sig sænginni og fleygir sér út. Mjög var hátt ofan úr glugganum, og handleggsbrotnaði hún, er hún kemur niður. Hún hleypur á gluggann til föður síns og segir honum að taka fantinn.

The farmer’s daughter, seeing what was about to happen, tore the cover from the bed, broke the window, wrapped herself in the cover and threw herself out. The window was very high up, and she broke her arm on the way down. She ran to her father’s window and told him to seize the rascal.

Bóndi rýkur upp til handa og fóta, kallar húskarla sína með sér, og hitta þeir hann í stiganum með sjóðheita járnteina. Bóndi tekur hann þar og bindur. Síðan er hann píndur til sagna, og að því búnu var hann drepinn. En bóndadóttir giftist skömmu síðar aftur vænum manni og lifði vel og lengi með honum.

The farmer lept to the ready, called his farmhand, and they met him on the stairs with a red-hot iron. The farmer seized him and tied him up. He was forced to confess, and then killed. But shortly after, the daughter married a kind man and lived long and happily with him.

There were a few phrases I wasn’t quite sure of, corrections welcomed as always:

og enginn vissi, hvað til kom
og hver þóttist hólpinn, er hjá því slapp
þá tekur bóndadóttir á móti því heil heilsu og hugró
Bóndi tók því vel, sem von var
því hann var ríkur og hafði vel hýst

Overall though I think it’s ok – I hope you enjoyed it 🙂