Tags

I never really wanted to leave Iceland either at the end of my trips, but I can’t say I ever considered just staying at the airport 🙂

Dvaldi í Leifsstöð í viku
Spent a week in the airport

Það væri ekki í frásögur færandi að erlend kona hafi komið inn í verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og keypt sér kók og banana ef ekki væri fyrir það að hún gerði slíkt sjö daga í röð. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá þessu á vef sínum í dag.

The story of a foreign woman going into a store at the Leif Eriksson airport to buy a Coke and a banana wouldn’t be worth telling if it weren’t for the fact that she did it seven days in a row. Police in Suðurnes gave an account of it on their web site today.

Það fór að vekja athygli starfsfólks verslunarinnar að sama konan kom inn til að kaupa það sama, sjöunda daginn í röð. Slíkt er enda óalgengt á flugvöllum. Það gerði því lögreglu viðvart, sem hafði uppi á konunni í flugstöðinni. Kom þá í ljós að hún hafði dvalið þar í heila sjö daga og viðurkenndi hún það við yfirheyrslu. Henni var tjáð að flugstöðin væri ekki ætluð til búsetu og að hún hefði dvalið of lengi á Schengen-svæðinu, að því er fram kemur í færslu lögreglunnar.

It began to attract the attention of store workers that the same woman came in to buy the same thing, for the seventh day in a row. Such a thing is of course uncommon at an airport. They alerted the police, who found the woman at the airport. It was discovered that she had been at the airport for seven whole days and admitted as much under questioning. It was explained to her that the airport was not meant to live in and that she had stayed too long in a Schengen Area, according to the posting by police.

að vekja – awaken, arouse
present past
ég vek vakti
þú vekur vaktir
það vekur vakti
við vekjum vöktum
þið vekið vöktuð
þau vekja vöktu
  
að viðurkenna – acknowledge, admit
present past
ég viðurkenni viðurkenndi
þú viðurkennir viðurkenndir
það viðurkennir viðurkenndi
við viðurkennum viðurkenndum
þið viðurkennið viðurkennduð
þau viðurkenna viðurkenndu

Konan framvísaði bandarísku vegabréfi en vildi þó ekki snúa aftur til Bandaríkjanna. Þess í stað bókaði hún miða til Edinborgar og hélt þangað í gærkvöld.

The woman presented a U.S. passport but did not want to return to the United States. Instead she booked a flight to Edinburgh and headed there last night.

ekki í frásögur færandi    not worth telling
nes n                      cape, promontory, headland
vekja athygli              draw attention to
ó·algengur adj             uncommon, rare
viður·kenna v (acc)        acknowledge, admit 
fram·vísa v (dat)          present