Tags
Iceland has been in the news a lot recently due to the resumption of whaling, but it isn’t just fishermen who are interested in these creatures. Researchers are investigating what is believed to be a hybrid species of blue and fin whale that was spotted in the waters of Skjálfandaflói.
Fágæt hvalategund á Skjálfandaflóa
Rare whale species in Skjálfandaflói
Hvalur sem hugsanlega er talinn blendingur steypireyðar og langreyðar hefur sést á Skjálfandaflóa undanfarið. Freista á þess einhvern næstu daga að taka sýni úr hvalnum til að staðfesta hvort um blending er að ræða.
What that might be considered a mix of blue whale and fin whale has been seen in Skjálfandaflói recently. Someone will attempt to retrieve a specimen from the whale in the coming days in order to verify whether it is in fact a hybrid.
Compound alert – hvala·tegund 🙂 So you could probably make a similar word out of whatever animal you like, here it’s hvalur in the genitive plural, hvala.
|
|
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi einkennilegi hvalur sést á Skjálfandaflóa, því hvalaskoðunarmenn á Húsavík telja sig hafa séð hann á flóanum fyrir tveimur árum. Stærð og litur hvalsins bendir til að þarna sé steypireyður á ferðinni en bakugginn er eins og á langreyði. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir að bæði geti verið um að ræða steypireyði eða langreyði, en miðað við útlit hvalsins sé freistandi að álykta að þetta sé blendingur af þessu tvennu.
This is not the first time this peculiar whale has been seen in Skjálfandaflói, as whale watchers in Husavik say they have seen it in the bays over the past two years. The size and color of the whale points to it being a blue whale on the move, but the dorsal fin is just like a fin whale. Gísli Víkingsson, whale specialist at the Marine Research Institute, says that it could be either a blue or a fin whale, but considering the whale’s appearance it’s tempting to conclude that it is a hybrid of the two.
I wasn’t sure if cetologist was the right word for hvalasérfræðingur, so left it generic.
„Ástæða þess að okkur grunar þetta er að við höfum nú þegar fjögur staðfest dæmi um kynblendinga af langreyði og steypireyði við Íslandsstrendur og það var reyndar í fyrsta sinn sem sýnt var fram á slíkt í heiminum 1986, þegar við fundum þann fyrsta. Þetta dýr hefur dálítið svipmót af þessum fjórum sem við þekkjum nú þegar og þess vegna grunar okkur að hér sé um að ræða einn í viðbót“, segir Gísli.
“The reason we suspect this is that we have four confirmed examples of cross-breeding among fin whales and blue whales in Icelandic waters, the first time in fact being back in 1986, when we found the first one. This animal bears a certain resemblance to the other four we know of, so we suspect that this is the case of an additional one.”, says Gísli.
The verb að gruna can be used both as an impersonal and a personal verb – in this paragraph it appears as an impersonal verb in the phrase okkur grunar.
að gruna – to suspect | ||
---|---|---|
present | past | |
ég | gruna | grunaði |
þú | grunar | grunaðir |
það | grunar | grunaði |
við | grunum | grunuðum |
þið | grunið | grunuðuð |
þau | gruna | grunuðu |
Til að staðfesta að svo sé, segir hann nauðsynlegt að ná húðsýni úr dýrinu, en það er gert með því að skjóta í það sérútbúinni ör. Hann segir leiðangur í bígerð um að setja gervihnattamerki á steypireyði og til standi að taka húðsýni úr þessu dýri í leiðinni.
To confirm that this is the case, he says it is necessary to obtain a skin sample from the animal, which is done by firing a specially-made dart into the whale. He says a trip is in the works to place a satellite tracking device on the whale and take a skin sample from the animal.
fá·gætur adj rare, uncommon hvalur (m) whale tegund (f) type, kind; species blendingur (m) mixture, compound; cross-breed hugsan·legur adj possible, conceivable steypi·reyður (f) blue whale lang·reyður (f) fin whale freista v (gen) attempt, try sýni (n) specimen einkenni·legur adj peculiar, odd bak·uggi (m) dorsal fin á·lykta v conclude, deduce út·lit (n) appearance, look freistandi indecl tempting svip·mót (n) appearance, look gruna v (acc) suspect kyn·blendingur (m) half-breed strönd (f) shoreline, coast í viðbót in addition húð (f) skin, hide sér·útbúinn adj specially-designed ör (f) arrow, dart leiðangur (m) expedition vera í bígerð to be planned, in the works gervi·hnöttur (m) satellite